fbpx

Það sem smáforritið okkar hefur upp á að bjóða

Innan smáforritsins sérð þú lista yfir þá ráðgjafa sem standa til boða, getur bókað örfundi fram í tímann, hvort sem það er myndsímatal, símtal eða skilaboð. Allt innan smáforritsins.

  • Bókaðu rafræna ráðgjöf
  • Fjarleiðsögn í framkvæmdum
  • Fáðu óháðan matsaðila

  • Áminningar um bókaða fundi
  • Val um áskriftarleiðir

Frá hugmynd að veruleika

Með sérfræðingunum okkar getur þú skipulagt framkvæmdirnar þínar út frá öllum hliðum, frá stofunni þinni með lítilli fyrirhöfn.

Þín leið

Það er svo rosalega margt sem þú getur gert sjálf/ur með ráðgjöf og leiðsögn.

Þannig getur þú sparað tíma, fyrirhöfn og pening. Hvort sem þú síðan ákveður að ráðast í framkvæmdirnar á eigin vegum eða færð til þín verktaka.

Svona virkar þetta

Með þessu nýja smáforriti getur þú bókað myndsímtöl, símtöl og sent skilaboð á ráðgjafana okkar sem veita þér aðstoð í til dæmis framkvæmdum sem þú ert í eða fyrirhuguðum framkvæmdum sem þú ert að skipuleggja eða velta fyrir þér.

Hnapp.is er örfjarfundarsmáforrit sem veitir þér möguleika á með lítilli fyrirhöfn að bóka myndsímtal, símtal eða sent skilaboð á mismunandi sérfræðinga þér til ráðleggingar.

Það er engin spurning of lítil! Hvort sem þú ert að hengja eitthvað upp á vegg eða smíða þér pall.

Segjum að þú sért í pallasmíði eða sért að smíða þér geymsluskúr og ert að velta fyrir þér hversu djúpt á að grafa, hversu langt á milli sperra eða dregara, hvernig á að klæða skúr og hvað er best að klæða þakið með?

Ekkert mál, þá bókarðu símtal frá einum af smiðunum okkar og þeir útskýra það fyrir þér og afhverju.

En ef þú þarft til dæmis að leggja rafmagn í skúrinn fyrir innstungur og ofn? Hvaðan er best að rafmagnið komi, hversu langt niður þarf að grafa og hvað geturðu gert sjálf/ur?

Ekkert mál, þá bókarðu símtal frá rafvirkjanum okkar og hann útskýrir það fyrir þér og afhverju.

Og ef þið langar til að hafa heitt eða kalt vatn í skúrnum? Hversu langt niður þarf þá að grafa, má það liggja með rafmagninu og hvaða leið er best að taka út úr húsinu þínu?

Ekkert mál, þá bókarðu símtal frá píparanum okkar og hann úrskýrir það fyrir þér og afhverju.